föstudagur, september 30, 2005

Útlönd á morgun

Jæja gott fólk.

Þá er komið að því. Við Gunnar erum að leggjast í viking á morgun. Jess jess jess. Indland here we come!!! Spennan og stressið er alveg á ágætlega háu stigi þessa stundina. Eftir um 8 klukkustundir verðum við að fara í loftið og þá er ferðinni heitið til London. Þar munum við stoppa í um 9 klukkustundir. Síðan er það nánast beint flug til Delhi á Indlandi. Hitinn í Delhi þessa daganna er um 35° svo að við munum alveg grillast held ég. Hitiogsviti.is

Við verðum með sérstaka ferðasíðu þar sem unnt verður að fylgjast með ferðum okkar um Asíu. Slóðin er www.utlond.blogspot.com Endilega kíkið þangað. Skylda að komenta :)

Eigið góðan vetur kæru vinir og gleðileg jól.

Kveðja Jóna

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá.. þvílíkt snilldarævintýri sem þið eruð að hefja. góða ferð og góða skemmtun! :-)

(og þetta var víst enginn misskilningur nema í hausnum á mér, þetta var sem sagt ég sem þú hittir þarna á förnum vegi.. úbbossí. en nema hvað.. góða ferð)