mánudagur, september 19, 2005

Ég verð bara að segja að ég er rosalega ánægð að þessi dagur er að verða búin. Bara einn mánudagur í viðbót og svo BÚMM. ???. Sjibbý kóla.

Það er búið að vera rosalega mikið að gera hjá mér og Gunnari síðustu vikurnar. Fyrir utan vinnuna þá erum við búin að fara í sumarbústað, nokkur afmælisboð, matarboð og líka stundum í leikfimi. Við erum líka búin að fá fullt af skemmtilegu fólki í heimsókn. Svo má nú ekki sleppa því að minnast á allt stússið og peningaútgjöldin. Við erum neflilega búin að vera ansi dugleg að eyða peningum þessa dagana. Vonandi að þessi eyðsla eigi eftir að koma sér að góðum notum. Á föstudaginn skelltum við okkur svo út að borða... Eða við fengum okkur allaveganna að borða; American Style er alltaf geðveikt gott og klikkar ekki. Síðan fórum við að sjá myndina um Kalla og sælgætisgerðina. Snilldar mynd. Held bara að þetta sér mynd sem að ég væri alveg til í að eiga. Feel good mynd þar sem vondu krökkunum er hefnt fyrir að vera svona vond. Æði æði.

Núna bíður okkar vinna, fleiri heimsóknir, kannski smá leikfimi og annað skemmtilegt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"og svo búmm"? búmm?!