föstudagur, júní 24, 2005

Að skella sér í gírinn

Hverjir þekkja það ekki að fresta hlutunum í tíma og ótíma? Ég þekki það allaveganna mjög vel. En maður klárar nú yfirleitt hlutina þó svo að það sé seinna en maður ætlaði sér.
Ég var til dæmis að fara með filmur í framköllun sem eru orðnar eins ár gamlar. Jamm, góður árangur þar! En ég er þó allaveganna búin að fara með þær: Jei. Síðan keypti ég mér líka ný batterí í myndavélarnar mínar. Ég verð samt að viðurkenna að þetta með myndirnar hefur svolítið að gera með aurana. Það er bara brjálað dýrt að framkalla. Ég er til dæmis búin að eyða hátt í 9 000 kjalli í eitthvað myndavéladæmi!! En þetta er víst eitthvað sem að maður ákveður að gera og þá verður maður bara að sætta sig við það. Ég er samt eiginlega ekkert súr yfir þessum monningi, sérstaklega ekki þar sem að myndirnar mínar eru alveg prýðisgóðar. Þær eru nú bara alveg frábærar þó að ég segi sjálf frá. Nú er bara að taka sig saman í andlitinu og koma þessu í albúm og hengja nokkrar upp á vegg... (Hmm, þó svo að það sé nú ekki mín sterkasta deild).

Annað dæmi með að láta hluti sitja á hakanum eru götótt föt. Ég segi nú ekki að ég gangi í götóttum fötum en stundum koma göt á fötin manns sem er nauðsynlegt að laga og stundum detta tölur af skyrtum og jökkum og það er líka nauðsynlegt að festa þær á aftur. Það er ekki það að mér finnist leiðinlegt að sauma föt eða festa tölur. Málið er bara það að ég er ekkert sérstaklega góð í því. Á flestum af þeim buxum sem að ég hef þurft að stytta er brotið farið að hanga og gatið á sófanum er aftur farið að sjást. Það er neflilega hundleiðinlegt að gera við hluti þegar maður veit að viðgerðin mun ekki virka nema skammtímalausn en ekki til frambúðar.

Þriðja dæmið sem að mér dettur í hug með að skella sér í gírinn og hætta að draga hlutina eru armbeygjur. Ég stunda líkamsrækt reglulega og allt er nú gott með það nema hvað að ég er ekki dugleg að gera armbeygjur. Þetta er eitthvað sem að maður þarf að þjálfa upp og halda við, það þýðir ekkert að gera nokkrar armbeygur á nokkura vikna fresti. Maður verður að koma upp þoli fyrir þá vöðva sem koma við sögu og halda því við, ef að maður hættir þá dettur þolið niður strax. Einu sinni gerði ég 5x20 armbeygjur eftir hvern leikfimitíma. Vááá. Núna er ég hins vegar að reyna að æfa mig upp og ég er komin upp í 50 stykki. Vonandi get ég haldið mér við núna og náð upp í að massa 100 stykki eftir tíma. Þá verð ég hörkutól.

Annsi langur pistill, svona miðað við venjulega, mætti halda að ég væri að bæta upp fyrir gamla tíma. Nóg í bili best að fara að lesa margar blaðsíður í Harry Potter. Það er kominn tími til að skella sér í gírinn og gera eitthvað af viti.

En svona til að lífga upp á daginn þá er hérna ein annsi hressandi mynd af hnum Gunnari besta mínum.

Engin ummæli: