föstudagur, júní 24, 2005

Sirkus

Ný sjónvarpsstöð var að byrja núna fyrir 10 mínútum síðan. Ok, ég var aðeins að kíkja á þetta... Ömurlegt vægast sagt. Þetti þáttastjórnandi er greinilega með njálg í rassinum. Talaði í einni belg og biðu um hvernig maður ætti að byrja nýja sjónvarpsstöð. Ég er nú ekkert sérstaklega hrifin af sjónvarpsefni sem grípur mig ekki strax og þess vegna slökkti ég. Mig langar ekki að horfa á þetta.

Svona voru allaveganna mín fyrstu viðbrögð við þessari sjónvarpsstöð. Fyrstu viðbrögð skipta miklu máli, er það ekki?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jabb, fyrstu viðbrögð skipta miklu máli. Mín fyrstu viðbrögðu voru þau að ég sá ekki neitt! Gott að vita að ég var ekki að missa af neinu ;o)