þriðjudagur, júní 21, 2005

Allt að gerast þessa daganna!

Ég trúi því varla að það sé kominn 21. júní. 21. JÚNÍ. Núna eru bara rúmir tveir mánuðir eftir af sumrinu, og þá kemur haustið.

Síðasta helgi var alger snilld. Frí á föstudaginn. Ég get nú ekki sagt að ég hafi gert neitt mikið á föstudaginn, nema kannski að baka heilan helling. Á fimmtudagskvöldið hóf ég baksturinn og honum lauk ekki fyrr en á hádegi á föstudaginn. Við Gunnar buðum neflilega fólki í 17. júní kaffi og það var æði. Fullt af kökum og brauði í boði. Fullt af fólki koma í heimsókn í góða veðrinu. Óh mæ god hvað var gott veður. Við hámuðum í okkur bakkelsið og röbbuðum um málefni líðandi stundar. Gunni Freyr og Hulda og Valdi og Halla komu með strákana sína, voða gaman að sjá þau. Það er alveg ótrúlegt að sjá hvað þessi litlu börn vaxa fljótt.

Um kvöldið löbbuðum við Gunnar síðan til foreldra hans Gunnars. Eins og vanalega var klessuhundurinn að klessast og það lá við að Perla fengi hjartaáfall úr spenningi þegar við komum. Sem sagt bara seim óld, seim óld.

Laugardagurinn var Gunnadagur. Við byrjuðum á að fara í Everest og kaupa skó. Gunnar keypti svona og ég keypti svona. Æði pæði. Subway bauð upp á túnfiskbát og svo var rennt í sund. Seltjarnarneslaugin varð fyrir valinu og það var æði í sundinu. Nema hvað að þegar við komum út úr sundinu var byrjað að rigna. Þess vegna fórum við bara í Ikea og keyptum sitthvort teppið.

Eftir kvöldmat fórum við svo í bíó. Sáum Hitchhiker's Guide to the Galaxy. Hún var rosa skemmtileg, en mér fannst hún samt ekki alveg vera í stemmningu við það sem gerist í bókinni. Æi ég veit ekki, mér finnst að þegar myndir eru gerðar eftir bókum þá skuli þær bara vera alveg eins og bækurnar en ekki endalaust verið að breyta. En jæja, hvað um það.
Opnuðum heiðursrauðvín frá Columbia Crest. Geðveikt gott 8 ára gamalt Cabarnet Sauvignon. Súpervín. Dýri osturinn og kexið úr 10-11 spillti heldur ekki fyrir.

Á sunnudaginn kíktum við svo á Stebba og fjölskyldu og nýja húsið þeirra. Ótrúlegt hvað þetta rýs fljótt. Við fórum með strákana í sund í Laugaskarði. Þar er stökkbretti sem að við fórum á alveg hellings mörgum sinnum. Hundaskemmtilegt.
Þegar við komum svo í bæinn aftur þá var ekkert til í kotinu að borða (nema kökur) svo að við fórum í búðina. Þar var heldur ekkert til, svo að við keyptum bara kjúkling og franskar. Nammi namm.

Sem sagt frábær helgi, fullt af góðum mat, fullt af góðu veðri, einn æðislegur kærasti og allt bara frábært.


Var allt í einu að fatta það núna, ég held að ég hafi gleymt að setja lyftiduft í skúffukökuna sem að ég gerði á laugardaginn. Hún var neflilega eitthvað lítil í sér þrátt fyrir að vera rosalega góð.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Myndin er byggð á útvarps- og sjónvarpsþáttunum frekar en bókinni, þættirnir eru líka meira ORIGINAL, svo það fyrirgefst í þetta sinnið. Reyndar breyttist rauðhærður fölleitur furðufugl í blökkumann en mér fannst hann alveg virka :)

Jóna sagði...

Þegar maður hefur heyrt fólk segja að myndin nái bókinni alveg þá veis maður ekki alveg hvað maður á að hugsa... En mér fannst myndin alveg virka svona ein og sér sem mynd. Verí kúl!