mánudagur, maí 30, 2005

Jóga fyrir framan tölvuna?

Er það í anda Jóga að stunda það fyrir framan tölvuna? Nike finnst það allaveganna. Ég náði mér í jóga lög hér. Ég náði líka í myndir af stellingunum svo að í rauninni þarf ég ekkert að stunda jóga fyrir framan tölvuna en þetta er samt tölvujóga.
Eina vandamálið hjá mér er slökunin. Í lok jógans á maður að liggja á dýnunni og slaka á en mér tekst alltaf að sofna.

Annars er ég í vinnunni núna. Ákvað að vera lengur að vinna í dag til þess að græða peninga, money money money!!! En ég er samt alveg ofboðslega þreytt, augnlokin eru alveg að leka niður og hendurnar eru ekki alveg að samþykkja að gera þær eiga að gera :)

Best að hækka Ipodinn meira og vona að ég losni við sybbon veiruna sem er að hrjá mig þessa daganna!

Engin ummæli: