fimmtudagur, maí 05, 2005

Af hverju er heimurinn svona vondur?

Við Gunnar skelltum okkur í bíó áðan, fórum að sjá Hotel Rwanda. Alveg hrikaleg mynd.

Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja... Hver ber ábyrgðina? Hutu eða Tusti? Eða kannski Belgar eða Frakkar. Eða kannski bara ég sjálf af því að ég hef ekkert gert til að aðstoða? Ég veit að ég ber ekki presónulega ábyrgð á þjóðarmorðunum í Rwanda en mér finnst eitthvað vera hálf klikkað við það að fólk sé drepið í öðrum löndum og ég fer og fæ mér American Style svona eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ég hef það alveg hrikalega gott hérna á Íslandi, ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Hafnfirðingar geri árás á Reykjavík með það að markmiði að drepa alla. Það væri nú alveg hrikalegt en svona er víst lífið á mörgum stöðum í heiminum. Margir hafa lifað í stöðugum ótta við stríð, ofbeldi og dauða, það þekkir ekkert annað.

"The graves are not full" 1 milljón manna lést í borgarastríðinu í Rwanda.

Frá því að við Gunnar löbbuðum út úr bíóinu á Hverfisgötunni hafa stutt brot úr myndinni verið að skjótast inn í kollinn á mér og alltaf hugsa ég: Af hverju eru mennirnir svona vondir?

Ég bara skil þetta engan veginn, en ég veit að mig langar til að gera heiminn að betri stað. Best að byrja núna.

1 ummæli:

Bryndís sagði...

Mér finnst að allir ættu að sjá þessa mynd... hún fær mann til að hugsa aðeins fyrir utan litla sæta vel dúðaða kassan sem við búum í hérna á Íslandi