þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Að grennast

Megrun og aukakíló er eitthvað sem að er til umræðu í samfélaginu þessa daganna.
  • Hvað á maður að gera til að grenna sig??
  • Er ég of feit??
  • Offita er að verða heilsufarslegt vandamál þjóðarinnar
  • Fita, fita, fita...
  • kolvetni, kolvetni, kolvetni...

Mig langar alveg að grennast en ég er ekkert heltekin af þessari hugmynd. Ég borða bara það sem að mig langar í, þegar mig langar í það. Ég reyni bara að halda takmarkinu mínu og borða hollari mat. Mér finnst neflilega vanta svolítið upp á hollt mataræði heima hjá mér. Ég er til dæmis í ávaxta átaki núna. Það felst í því að borða sem mest af ávöxtum af því að þá verður maður svo frískur :)

Nóg um megrun og annað slíkt ég er farin að vinna!

Engin ummæli: