laugardagur, ágúst 27, 2005

Þá er komin laugardagur

Ég er í fríi í Ríkinu þessa helgina. Jess jess jess. Ég er samt að vinna á rannsóknarstofunni núna en samt finnst mér eins og ég sé í fríi. Ég mætti hingað klukkan 9 í morgun og ég ætla að reyna að vera hérna eins lengi og ég mögulega nenni. Frábært að geta bara komið þegar mann hentar og farið þegar mann henntar. En þessi aukavinna mín er nú að verða búin. Bíst við að klára verkefnið í dag. En það er allt í lagi því að mér finnst allt í lagi að vera í fríi.
Jibbý kóla jamm og já :)

Engin ummæli: