sunnudagur, júlí 18, 2004

Fullt að gerast

Ólöf var sú eina sem kom í morgunverðarboðið mitt í gær. Hún fær stóran plús í kladdann fyrir að koma :) Við hámuðum í okkur ýmiskonar góðgæti, nammi namm. Á eftir skelltum við Gunanr okkur í bæinn og röltum niður Laugarveginn. Geðveik stemming og veðrið alveg til fyrirmyndar. Síðan buðum við Sæu og Leó að borða með okkur grillaða hammara, nammi namm. Ég elska grillmat. Síðan skellti ég mér í keilu þar sem ég tapaði :( Ég er ógeðslega léleg í keilu!!! Ömó. En það var samt allt í lagi. Á eftir keilu fór ég í partý heim til Egils og þar var bjór :) EN ég drakk nú samt bara rauðvínið mitt (og smá bjór...). Var komin í bæinn eitthvað hálf þrjú, rosa stuð. Var komin heim um klukkan 4  vegna þess að ég fór heim með vinkonu minni. PS. kíkið á myndirnar
Dagurinn í gær var sem sagt frábær :) :) :) :)
 
Dagurinn í dag fór of mikið í þynku en samt tókst mér að fara í sund. Gott veður :) Við Gunnar fengum tvær heimsóknir í dag. Fyrst komu Sólborg, Didda, Matti, Kristel og Anton. Þau fengu kaffi og með því. Kannski var kaffið sterkt?? Ég drekk ekki kaffi svo að það getur verið að kaffið hafi verið sterkt??? Mamma og pabbi Gunnars kíktu svo við og kvikindið var með í för.
Við Gunnar erum sem sagt búin að fá 4 heimsóknir á 2 dögum. Gaman gaman.

Engin ummæli: