Gunnar og ég fórum í útilegu um helgina. Það var rigning. MIKIL RINGNING!!! Þegar við mættum á laugardagseftirmiðdaginn, þá var búið að tjalda tjaldunu okkar (gott gott) svo að við gátum hent dótinu strax inn í tjald. Auðvitað var rigning þegar við komum, en sá sem stjórnar himnaþvottinum hefur ábyggilega ákveðið að taka sér frí þegar við Gunnar vorum að elda og borða. Það hélst þurrt á meðan við borðuðum steikurnar okkar. Ohh hvað ég elska íslenskt lambakjöt, nammi namm. Bjórinn og rauðvínið var teigað, mikið sungið og trallað. Takk fyrir skemmtiatriðin, þau voru fyndin.
Sunnudagsmorguninn byrjaði eins og við mátti búast, með rigningu... En þar sem við Gunnar erum orðin annsi sjóuð í að pakka saman í rigningu var tjaldið sett í poka og við brunuðum af stað. En þar sem við Gunnar erum hetjur þá fórum við ekki strax heim, heldur löbbuðum upp að Glym. Voða gaman og mikið stuð. Flugurnar eru ekki vinir okkar, þær eru pirrandi. MIKIÐ pirrandi.
Mesta umferð sem ég hef séð lengi var á leiðinni í bæinn. Það tók okkur 25 mín að keyra frá Mógilsá að nýjasta hringtorginu í Mosó!! Leið sem venjulega tekur innan við 5 mín að keyra. Oj oj oj. Hvað um það, við skelltum okkur í Grafarvogslaug, sem er ágætislaug, eiginlega bara mjög fín.
Þegar var búið að koma öllu dótinu fyrir á öruggum stað fyrir nóttina þá grilluðum við Gunnar hamborgara. Snilldarmál að borða grillaða hamborgara rétt fyrir miðnætti.
mánudagur, júní 30, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli