Við Gunnar gengum í kringum Hafravatn. Við erum nú laveg mestu hetjur í heimi. Nei bara smá grín, en þetta var ofsalega gaman. Tók okkur um 2 klukkutíma með góðri pásu. Þa var nú ekki lengi. Ef einhverjum þarna úti skyldi samt detta í hug að fara þetta þá mæli ég með því að taka með sér lítið handklæði eða slo-on til að þurka á sér táslurnar. Það þarf neflilega að vaða yfir lítinn læk. Ef maður fer ekki yfir á rétta vaðinu nær vaðið manni upp að mitti. Við Gunnar völdum auðveldu leiðina og óðum yfir á táslunum. Hinumegin á bakkanum voru hudaeigendur að þjálfa hundana sína: NNNeeeeeeiiiiiii. Þeir voru stórir, grannvaxnir og snögghærðir, þ.e. hundarnir. Þeir ónáðuðu okkur samt ekkert, sem er nú eins gott því að annars hefði mér verið að mæta. Eníveis... Tvö lögguhjól komu svo brunandi í áttina að okkur, hmmm, hverjum er verið að leita að hugsuðum við!! En síðan kom skýringin, brunandi vörubill með sumarhús á pallinum. Gaman gaman. Við Gunnar borðuðum dæýrindis Barilla, nammi namm.
Ég mæli hiklaust með göngutúrum á kvöldin. Þeir gefa hjartanu svo mikið.
Jóna
föstudagur, júní 27, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli