Lögreglumenn neyddust til þess að drepa óðan héra sem réðst á eldri hjón í norðurhluta Austurríkis. Að sögn lögreglu réðst fimm kílóa dýrið á 74 ára gamla konu er hún var að hengja upp þvott í garðinum sínum í Linz. Þegar eiginmaður hennar ætlaði að koma frúnni til bjargar réðst hérinn á hann.
Dýrið lét ekki þar við staðar numið heldur réðst einnig á tvo lögreglumenn sem voru sendir á staðinn til þess að hjálpa hjónunum. Að sögn lögreglu áttu þeir einskis annars úrkosti en að beita skammbyssum sínum á dýrið.
„Við vitum að naut, svín eða hundar geta orðið sérstaklega árásargjörn, en þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist með héra,“ sagði talsmaður lögreglu. Gamla konan var flutt á sjúkrahús með hérabit á fótunum, en dýralæknir rannsakar nú hvort hérinn hafi verið haldinn hundaæði eður ei. Robert Ferdiny, dýralæknir í Linz, segir að hundaæðiveiran hafi ekki greinst í Linz og nágrannahéruðum þess í yfir 15 ár.
Ferdiny segir að svo gæti verið að rekja megi undarlega hegðun hérans til þess að hann hafi verið á „kynþroskaskeiðinu sem hafi ágerst í miklum hlýindum,“ en afar hlýtt hefur verið í veðri í Austurríki að undanförnu miðað við árstímann.
Þessi frétt er fengin af mbl.is og hefur ágætis skemmtanagildi fyrir þreytta íslendinga á grámyglulegum mánudagsmorgni. Hefði samt ekki viljað lenda í þessu sjálf.
Önnur pæling á mánudagsmorgni: Af hverju þurfa eldri konur að nota vond ilmvötn. Ég er svöng og þess vegna er mér hálf óglatt og ég er bara að deyja úr vondri ilmvatnslykt!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli