Jæja, kæru vinir. Nú stefnir óðum að próflokum og þá verða nú allir glaðir. Við í 8-villtum ætlum að fagna ærlega á morgun, laugardag, hörkuskemmtun. Snemma hefst gleðin, borðað heima hjá mér... Það verður sælkeramatur á boðstólum...Fordrykkur og rauðvín með matnum, mmm. Ég held að ég ætli að drekka A mano sem er ítalskt rauðvín sem á víst að vera eitthvað hrikalega gott :) Það er nú eins gott fyrir fólk að þetta vín verði gott! Annars verð ég brjáluð!! Heyrðu já, kvöldið!!
Við í stjórn Homo höfum fengið leigðan kjallaran á Gauknum og við lofum HÖRKU fjöri fyrir þá sem mæta. Fyrir þá sem vilja verður síðan ball með Írafár um kvöldið og við fáum að sjálfsögðu frítt inn á þennan gæðadansleik, jei..Einhver hvíslaði því að mér að það yrði stuð á Vegamótum svo að hver veit nema maður eigi bara eftir að hanga þar eins og alla aðra jammdaga!!
Sem sagt það verður dansað og jammað alla nóttina og það verður vægast sagt gaman, svo er bara að vona að það verði gott veður svo að okkur rigni ekki niður í svaðið!!
Sjáumst hress og kát á morgun!! Gaman saman hjá öllum sem eru að fara að jamma á morgun!!
föstudagur, maí 10, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli