Strætóferðir
Eins og kannski einhver af ykkur vita þá er ég 21 árs nemi í Háskóla Íslands. Á hverjum morgni alla þessa önn og líka haustönnina hef ég þurft að taka strætó í skólann. Leið 5 getur nú verið nokkuð skemmtileg svona þegar vel stendur á.
Mig langaði til að segja ykkur frá fólkinu sem er í strætó! Þegar ég tek strætó klukkan tíu mínútur fyrir átta er hann yfirleitt troðfullur. Þá er fólk á leiðinni í vinnuna eða í skólann eins og ég! Eins og ég þá er annað fólk sem tekur þennan sama vagn á morgnana. Það er ein kona sem blokkerar alltaf tvö sæti sem fer út hjá Sjálfsbjargarhúsinu. Ég held að hún sé fílupúki.Það er margir krakkar sem eru örugglega á leiðinni í MR eða Kvennó, því þau fara öll út á Lækjragötu og labba þaðan í skólann. Ég man sérstaklega eftir tveimur stelpum sem eru vinkonur. Önnur er dökkhærð og hin notar vettlinga sem eru með götum á. Síðan er lítill strákur sem er alltaf að spila tölvuspil og hann fer út hjá Hjálpræðishernum. Þegar hann fer út úr strætó fara líka tvær aðrar stelpur út úr strætó sem eru talvert eldri en hann, önnur þeirra er með Afríku-fléttur og glerugu. Ég spái því að þau séu í sama skóla því að þau hanga saman þarna í strætóskílinu efitr að fimman hefur rúllað framhjá! Oh men, KÆRUSTUPARIÐ.. Vá maður það er par sem tekur stundum strætó sem er nú eitthvað skrítið maður! Þau eru næstum alltaf sofandi í strætó, já nema náttúrulega þegar þau eru að skiptast á munnvatni!! Oj bara. Svona lagað er manni ekki holt að sjá svona snemma á morgnana.
Svo er það gamla konan sem kemur inn í bussinn á undan mér og hún er alltaf í skítugum fötum. Hún gegnur um með klút á hausnum og kápan hennar er öll í blettum. Ég vorkenni henni samt því að hún lítur út fyrir að vinna í mötuneyti eða einhversstaðar þar sem henni líður ekki vel að vinna! En það eru náttúrulega bara getgátur.
Mannfræðinemar eru líka duglegir við að taka þenna strætó til að komast í skólann. Þegar ég var á leiðinni í inngangstíma á morgnanna hitti ég iðulega hana Doppu og við notuðum tímann til að ræða daginn og veginn, já eða kannski námsefnið... :) Kristín kom líka stundum inn á Suðurlandsbrautinni og síðan er það Chicken-Run stelpan með munkahárið sem kom inn á Hverfisgötunni! He he. Á þeim dögum sem Aðferðafræði var kom oft inn slatti af Aðfó krökkum sem voru á leið í Háskólabíó til að halda áfram að sofa... zzz
Þegar ég tek strætó klukkan 8,50 á morgnana kemur inn kona á Hlemmi sem byrjar strætóferðina sína á að bera framan í sig krem!! Vá maður, vaknar konan aldrei nógu snemma til að setja á sig kremið áður en hún fer heiman frá sér???
Jæja ég held að ég hafi sagt ykkur frá nógu í bili. Bæti við einhverju sniðugu um menningu fimmunnar seinna, en ef þið viljið fræðast um leiðatöflu strætó bendi ég á heimasíðuna þeirra: bus.is Njótið vel
þriðjudagur, apríl 30, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli