þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Alger Nörri

Í gær var ég alger nörri. Ég ætlaði að fara í leikfimi í gær. Langaði í Body Combat kl. 17.20; sami tími og ég fer venjulega í. Þegar ég er komin úr öllum fötunum fattaði ég svo að það var mánudagur og tímarnir sem ég fer alltaf í eru á þriðjudögum. Arg. Hvað gera konur þá?? Ég kíkti á stundatöfluna og sé að Vaxtamótun er kennd 17.25 og ákveð að skella mér bara í þann tíma. OK OK. Bara kellingar um fimmtugt mættar á svæðið, en þar sem ég nennti engan vegin að fara að lyfta þá lét ég mig hafa það.
Svo byrjar tíminn. Oh mæ god. Þvílíkur kellingartími. Ganga á staðnum, upp með hnén, jogga. En það voru hins vega teknar nokkrar killer rassa og læra æfingar og ég viðurkenni alveg að ég er með svolitla strengi...

Ég fór aðeins til mömmu og pabba í gær og getið hvað ég fann niðri í kjallara??? Gömlu leikjatölvuna mína!!! Þessa sem spilaði Nintendo leiki. Ég átti samt ekki Nintendo tölvu heldur bara eitthvað feik. Hún virkar samt alveg. Gunnar hló mikið að mér þegar hann sá hvað ég kom með heim, honum fanst þetta víst einhvað halló. Mér er alveg sama leikjatölvan mín er æði.

Engin ummæli: