mánudagur, nóvember 27, 2006

Það er í tísku

Ég held að það sé í tísku að hella bjór í hárið á mér. Ég meina, ég fór að djamma um helgina og tvisvar sinnum var helt bjór yfir hárið á mér og einu sinni var ég bjórblaut á bringunni. Svo að ég minnist nú á það líka þá hefur lengi verið í tísku að stíga á mig á djamminu og oftast þegar ég vakna daginn eftir þá er ég með marbletti á löppunum. Þegar við vorum að fara út af Sólon þá steig einn dyravörðurinn á mig. Ég sagði bara þakkaði honum kurteisislega fyrir að hafa stigið á mig og hann sagði bara fyrirgefðu.
Tvisvar lennti ég í því að hárið á mér festis einhversstaðar. Einu sinni vorum við í biðröð og hárið á mér festist í einhverjum með þeim afleiðingum að þegar loksins kom að því að við stöllurnar áttum að fá að fara inn þá komst ég ekki neitt vegna þess að ég var föst í einhverjum. Hildigunnur reddaði mér samt og við komumst loksins inn á skemmtistaðinn.
Það var líka sett met í skemmtistaðaflakki um helgina. Fórum á fimm skemmtistaði og meira að segja tvisvar á einn. Hressó til að byrja með, fín stemmning og góð tónlist, rassaklíparar í miklu aksjóni. Sólon, massa mikið af reyk og smástelpum (og strákum). Tókst að brjóta hringinn minn :( Hverfisbarinn, Skemmtó tónlist og ágætis bjór. Bar 11, mega furðulegt fólk og alveg pakkað. Það var sko varla hægt að hreyfa sig þarna inni, svo pakkaður var þessi pínulitli staður. Vegamót, lengsta biðröðin og styðsta viðveran. Mér fannst nú ágætlega skemmtilegt þarna en stelpurnar voru ekki alveg að fíla sig svo að við fórum bara út eftir stutta stund og fórum aftur á Hressó. Rosa gaman að prófa bara fullt af skemmtistöðum. Vííí

Já já. Alltaf gaman að fara á djammið í borg óttans.

2 ummæli:

Sigrun sagði...

hahaha .. alltaf jafn gaman þegar er hellt yfir mann - ég hef reyndar ekki lent alltof oft í því, en ég hefði hiklaust viljað sjá svipinn á þér :D .. Hressó er líka skemmtó staður - í hvert skipti sem ég fer þangað skemmti ég mér úber vel!

Nafnlaus sagði...

Búnaður fyrir næsta djamm:
Regnhlíf
Sundhetta
Stáltá