þriðjudagur, október 10, 2006

Upptalning

Nenni ekki að skrifa einhvern frambærilegan texta svo
ég þetta verður bara listi hjá mér í þetta sinnið.


  • Bara 81 dagur í stóra daginn og ég á eftir að redda milljón trilljón hlutum
  • 10 dagar í utanlandsferð
  • 3 dagar í át, bjór og pottaferð
  • Í dag var 8 dagurinn í röð sem ég fer í líkamsrækt. Ég fer á morgun og hinn og svo er frí í 3 daga vegna áts og pottaferða
  • Rauður Kristall + er alveg ágætur en mér finnst samt þessi græni vera betri
  • Það er ömurlegt að vera ekki á bíl þegar er rigning og rok úti
  • Það eru 208 dagar síðan við Gunnar komum heim frá útlöndum: Grenj. Mig langar að ver úti í heitu landi núna
  • Í dag er þrífidagur og ég er ekkert búin að gera nema taka allt úr hillunum sem á að þurka úr: Lata ég
Þetta varð meira að segja ekkert mjög langur listi. Jæja, svona er það þegar líf manns einkennist af 4 orðum: Gunnar, vinna, líkamsrækt og vinna. Frábært ha? Mig langar í skóla!!!!!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já langar þig í skóla segiru.. þú mátt alveg gera eins og eitt fréttaverkefni fyrir mig ef þig virkilega langar ;) hihi :p

Katrin sagði...

Þetta er fínasti listi, fullt af skemmtilegu að gera :o) ok, nema kannski fyrir utan rigning+rok og þrífa...

Nafnlaus sagði...

Hei, hvað með vinina??? Má ekki setja þá inn í rútínuna? ;o)

Nafnlaus sagði...

Hættu þessu væli kona! Ég kann ekki við þig svona. Vertu Jóna Glaða.

Nafnlaus sagði...

Utanlandsferð?