sunnudagur, september 03, 2006

Fiðringurinn

Nei það er ekki farið að örla fyrir gráa fiðringnum hjá mér. Þvert á móti. Það er farið að örla fyrir ferðafiðringnum all svakalega. Var að lesa gamlar færslur frá því í ferðinni okkar og svo var ég líka að skoða myndir. Mikið rosalega var bara gaman hjá okkur úti, endalaust mikið af glimrandi skemmtilegum minningum til að rifja upp. Það er bara alveg svakalega gaman að ferðast um heiminn. Því erfiðara sem hlutirnir eru því skemmtilegri verða minningarnar frá þeim.
Var neflilega að hlaða nokkrum myndum inn á síðuna hérna að neðan. Endilega smellið bara á myndirnar ef þið viljið fá að skoða þær aðeins stærri.

Snilldartilvitnum í sjálfa mig: Shut up you war crime bitch.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þetta eru æðislegar myndir! Þetta hefur verið algjört ævintýri! :D