fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Versló

Jæja, þá er ferðahelgin ógurlega framundan og aðalspurningin þessa daganna er: Hvað á svo að gera um helgina. Svarið hjá mér er ekkert. Eða sko auðvitað er ekki hægt að gera ekki neitt en ég ætla ekkert í útilegu eða neitt svoleiðis. Í mesta lagi verður skroppið í smá gönguferð í Dalina fyrir ofan Hvergerði. Voða gaman allt saman. Svo er planið að sofa út alla daganna. Sjibbý kóla.

Mér finnst nú bara alveg ágætt að vera heima í Reykjavík um þessa helgi, lítið stress og allt eitthvað voðalega þægilegt.

Kannski að maður baki bara köku.

Takk fyrir og góða helgi.

Engin ummæli: