mánudagur, ágúst 14, 2006

Helgin

Svona til að daraga frábæra helgi niður í nokkra punkta:

Föstudagur: . Fór í búð og keypti kál. Búðarmaðurinn var svo indæll að leggja sósu krukkuna á vigtina þegar hann var að vikta kálið svo að ég borgaði fyrir 1 kíló af káli í staðinn fyrir 500g. Duglegur! Ég heimtaði auðvitað að fá endurgreitt það sem mér bar, ekkert mál. Þetta var örugglega ekki viljandi gert en samt var þetta bara ótrúlega fyndið. Fór og hitti Magnús Ingvar og fjölskyldu og við Magnús áttum tryllta leikstund saman: Rosa fjör. Við Gunnar horfðum á Corpse Bride og drukkum Koonunga Hill. Nammi namm.

Laugardagur: Bónus (ekkert skemmtilegt, bara peningaeyðsla). Kláraði svo að lesa Lovely Bones sem er alger snilld. Mæli einstaklega mikið með henni til aflestrar. Pönnukökur í kvöldmat og svo Vegamót með Kristínu og Huldu Maríu.

Afslappelsi á sunnudeginum fyrir utan barnaafmæli hjá Magnúsi Ingvari. Jei.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já Lovely bones var helvíti góð skrudda, frekar creepy á köflum en vel skrifuð og grípandi :)