föstudagur, ágúst 18, 2006

Goa

Rétt áðan var ég að koma úr matsalnum og eins og venjulega var ég eitthvað að hugsa um fjarlæga staði. Þá datt mér allt í einu í hug dagarnir okkar í Palolem. Það var neflilega svo æðislegt að vakna á morgnana og fara í morgungöngu á ströndinni. Þá var hitinn ennþá bærilegur, lítið af fólki á ströndinni, aðallega skokkarar og annað morgunglatt fólk. Emelíana Torrini var í eyrunum og ljúfir tónar Fishermans Wife fylgdu mér í strandgöngunni. Það var alveg yndilsegt að láta sandinn troðast upp á milli tánna og skola sig síðan í volgum sjónum. Morgunmaturinn samanstóð af Mango Lassi og ristuðu brauði. Og lagið sem var alltaf verið að spila. Eitthvað hindúamorgunlag sem var alltaf spilað í upphafi dags. Við komumst hins vegar aldrei að því hvaða lag þetta var, enginn virtist vita um hvað við vorum að tala.
Síðan í eftirmiðdaginn fékk maður sér súkkulaðipönnuköku. Endalaust mikið nammi namm. Bráðið súkkulaðið flæddi yfir heita pönnukökuna og þetta rann allt mjög ljúflega niður.


Ég vildi að ég væri í útlöndum núna, vakna snemma á morgnanna og þurfa að bíða eftir morgunmatnum endalaust lengi. Ég sakna þess að gera ekki neitt nema það sem manni langar til.

Heyrðu, mig langar að fara að ferðast aftur. Núna strax!

Engin ummæli: