föstudagur, desember 22, 2006

Jólafríið byrjað

Jæja þá er maður bara kominn í 11 daga jólafrí, sjibbý kóla. Tók mér frí í vinnunni í dag og svo er ég líka í fríi á miðvikudag, finntudag og föstudag sem þýðir að ég hef nælt mér í 11 daga samfleytt jólafrí.
Fór ekki á fætur fyrr en um 9:30 sem mér finnst vera líxus miðað við að ég fer venjulega á fætur 6:30. Gott að sofa maður. Fékk mér sérstakt ká í morgunmat og fór svo að skrifa jólakort. Akkúrat núna eru lakkrískökurnar að bakast, eða þorna eins og stendur í Nönnu. Þetta var eiginlega svolítið fyndið þegar ég var að setja kökurnar á plötuna. Ég var búin að einbeita mér að því að sletta kökunum eins þétt og hægt var á plötuna svo að ég gæti komið öllum kökunum inn í ofnin í einu. Þegar ég er búin að troða á eina plötu og er að fara að byrja á næstu þá fatta ég að ég gleymdi að setja lakkrísinn í marengsinn. Úbbs. Jæja, ég skúbbaði leðjunni bara aftur yfir í skálina og hellti lakkrísnum útí. Gott að gera lakkrískökur en gleyma lakkrísnum. Ha ha ha.
Þegar þessar kökur verða tilbúnar þá verða ég búin að gera 4 tegundir af smákökum og ég held að það geti nú bara talist alveg ágætt.

Í dag er svo planið að fara aðeins í heimsókn til ömmu, fara í leikfimi (3. skipti í desember!!!), fara með einhverjar gjafir og kannski næ ég að plata Gunnar til að fara með mér í Ikea. Mu ha ha.

Annars var ég einmitt að rifja það upp hvað ég var að gera fyrir einu ári síðan. Við Gunnar voru í Vang Vieng í kommúnistríkinu Laos. Chill chill. Á þorláksmessu tókum við svo rútu til höfuðborgarinnar og þá hófst leit að vegabréfunum okkar, en á tímabili hélt ég að við værum búin að tapa þeim. Gott jólastress það. Núna er það bara jólastress yfir smákökubakstri og jólagjöfum en í fyrra var aðalstressið að finna vegabréfin. Ég vil nú eiginlega vera frekar stressuð yfir smákökum og jólagjöfum en að vera búin að tapa vegabréfi.

Allaveganna hlakka ég ágætilega mikið til jólanna í þetta skiptir. Þessi tími er líka einstaklega viðburðaríkur hjá okkur Gunnari, mikið að gerast. Jei!

Engin ummæli: