þriðjudagur, júní 20, 2006

Hvað er í gangi?

Í sjö fréttum sjónvarpsins nú í kvöld sá ég frétt þar sem fjallað var um það óaldarástand sem hefur ríkt í borg einni í nokkra mánuði. Sagt var frá því að útgöngubann hefði verið sett á kvöldin fyrir ungt fólk, vopnaðir hermenn ganga um götur borgarinnar til að vernda íbúa henna. Um síðustu helgi voru 6 manns skotnir til bana.
Myndirnar litu út fyrir að vera frá stríðshrjárri borg í Afríku og glæpalýsingarnar gætu alveg eins verið frá bananalíðveldum í suður - Ameríku. Það reyndist nú samt ekki vera rétt. Borgin sem um ræðir er New Orleans í Louisiana fylki í Bandaríkjunum. What?
Heimsvaldastefna Bandaríkjamanna ætti nú aðeins að beina sjónum sínum annað en til Íran og Kóreu. Þeir þurfa að líta í eigin barm og læra að hjálpa sjálfum sér. Ég meina það sko bara!
Allaveganna er það ljóst að við þurfum ekki að fara lengra en til Améríku til að upplifa stríðsástand, glæpi og annað ógeð. Ekki hef ég heyrt neinar svona fréttir um þau lönd sem ég ferðaðist um á síðustu mánuðum og allir sem voru svo hræddir um okkur á meðan við vorum þar.

1 ummæli:

Bryndís sagði...

Vissuru að ameríska sendiráðið á Íslandi sendi öllum ameríkönum hér á landi meil fyrir jólin þar sem var verið að vara þá við að yfirgefa örygga Ísland og fara heim til óöruggu ameríku yfir jólin...ansi fyndið