föstudagur, maí 26, 2006

100 armbeygjur

Þá er það komið. 100 armbeygju múrinn er brotinn. Mér er búið að takast það í tvo daga í röð að geta gert 100 armbeygjur. Til hamingju ég :) Þegar ég kom heim frá útlöndum byrjaði ég strax í gymminu og ég setti mér það markmið að geta gert 100 armbeygjur á tánum fyrir 1. júní. Og svei mér þá ég held bara að mér hafi tekist nokkuð vel upp, gat gert 5x20 armbeygjur. Að vísu tók ég pásu á milli setta og allar beygjurnar voru nú ekkert svo svakalega spes en mér er alveg sama: ÉG GAT GERT 100.

Ég er best.

Engin ummæli: