mánudagur, maí 29, 2006

Sex and the City

Áður en ég fór til útlanda ákvað ég að ég skyldi nú gera góð kaup og versla mér allar seríurnar í Sex and the City, sem ég gerði. Fékk allar séríurnar í pakka fyrir litlar 1300 krónur. Snilld. Ég er búin að vera að glápa á þátt og þátt frá því að ég kom heim og ég var að byrja á 4. seríu. Ég verð bara að segja að þessir þættir eru nú bara algert æði. Það er alveg ofsalega ljúft að setjast niður og glápa á einn eða tvo þætti og hugsa um það hvernig það væri að fá sér gervi geirvörtur og eíga hundruði skópara.
Sem sagt: Æði að horfa á SATC :)

Engin ummæli: