Bókhlaðan er málið í dag. Ég mætti á svæðið klukkan 11 og er rosalega dugleg að læra. Ég er búin að lesa fullt í kenningum og er að fara að klára það sem á að lesa í Rannsóknum fyrir morgundaginn. En maður má líka fara smá í tölvuna, maður verður nú að láta heyra í sér á Blogginu svona af og til. Nemendaskrá er ekki búin að skrá mig í Kenningar, þetta pakk er ekki alveg að standa sig! En hvað um það!
Unnur er að koma heim og við erum að fara að djamma saman, það er svo gaman! Svo erum við að fara í afmæli til Adda, það á að vera í grímubúining... Hver veit nema maður verði bara "undercover spy" í venjulegum djammfötum, jibbý. Já eða þá eskimoi vegna þess að það er svo kalt úti þessa dagana! BBrrr
þriðjudagur, janúar 21, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli