miðvikudagur, janúar 22, 2003

Sko ekki það að ég geti gert multi armbeigur allar í einu. Ég er komin upp í 76 armbeigjur (alltaf að gera fleiri en síðast) en þær geri ég á smá tíma, 15 í einu og síðan er hvílt, síðan aftur 15 og svo framvegis.
Núna er ég á leiðinni í Body Combat tíma hjá Ásu meinatækninema og ég hlakka mjög mikið til. Ég er öll inn í þessu líkamsræktardóti þessa daganna! Jibbý, það er svo gott að vera í góðu formi.

En samt ætti ég líka að vera að læra. Ég á að gera verkefni í sifjum fyrir morgundaginn! Ég er samt byrjuð að læra eitthvað, kennararnir eru bara svo lengi að koma námsefninu frá sér, að maður getur ekki byrjað á fullu strax.

Engin ummæli: