mánudagur, janúar 13, 2003

Núna er Jónan byrjuð aftur í skólanum og tími kominn til að fara að bloga aftur! Ég hef breyst í tölvunörd á síðasta korterinu því mér tókst að laga heimasíðuna mína og skíra hana eitthvað!! Frábært, frábært.
Þreyttur líkami.is Það er málið! Fór í 90 mín. Les Mills masterclass í gær. Þar var kennt Body - Pump - Step - Attac - Jam - Combat - Balance. Gaman gaman. Ég er líka að byggja upp armbeygju þolið mitt, komin upp í 75 á tánum!! Geri aðrir betur eftir að hafa ekki verið að æfa í heilan mánuð!!
Bráðum kemur upp ný myndasíða þar sem verða fullt fullt af myndum sem ég og Gunnar höfum verið að taka á nýju stafrænu myndavélina hans Gunnars. Meira gaman gaman.
Síja

Engin ummæli: