Fór í bíltúr í gær með honum Gunnari besta í heimi. Við keyrðum um Arnarnesið. DÍSES, er ekki í lagi með fólk?? Þetta voru allt HUMONGUS hús með nýjum BMW eða einhverjum jeppum fyrir utan! Ohh. Leið eins og ég væri á stað þar sem fræga og ríka fólkið kemur saman til að monnta sig af því hvað það á stór hús og flotta bíla. Ég bjóst hálfvegis við því að hverfislöggan myndi mæta á svæðið og vísa okkur Gunnari í burtu. Við höfum örugglega litið út fyrir að vera glæpónar sem voru að ,,tékka" á hverfinu fyrir næsta innbrot!
Eitt var samt fyndið í þessu ríkisbubbahverfi. Það var snjóboltinn! Eitt húsið var eins og snjóbolti í laginu. Gæti þess vegna hafa verið flutt úr leikmynd fyrir Star Wars, eða eitthvað álíka!
Þegar sjokkið var farið eftir rúnt um milljarða-hverfi fórum við Gunnar í Álfheimaísbúð! Ekki þó í Álfheimum, heldur í Faxafeni (eða Fákafeni, eitthvað...). Nammi namm, Kjörís. Kjörís er bestur í heimi. Svo var hann líka ofsalega ódýr, Ég borgaði einungis 165 krónur fyrir barnaís með lúxusídýfu og lakkrís (fyrir mig) og venjulegan ís með lúxusídýfu (fyrir Gunnar). Nammi mann. Við hámuðum í okkur ísinn, gott gott.
Guðný er farin að leigja með honum Kristjáni sínu. Til hamingju Guðný!
fimmtudagur, maí 08, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli