Þegar ég var í Sprthúsinu í gær þá var kona að tala í síman við strákinn sinn. Strákurinn var heima hjá sér og langaði til að búa sér til kakó og hringdi þess vegna í mömmu sína til að spyrja hana hvernig ætti að búa til heitt kakó. Mamman var nú soldið pirruð á þessu, því að strákurinn vildi fá að vita hvernig hans uppskrift að kakóinu var (mamman: Hvernig á ég að vita hvernig þín uppskrift er?).
Það fyndnasta við þetta var að pabbi stráksins var heima og af einhverjum ástæðum fannst stráknum betra að hringja í mömmu sína heldur en að spyrja pabba sinn!! Sýnir bara hversu ósjálfstæðir sumir karlmenn eru!!
þriðjudagur, september 30, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli