Afmæli á laugardaginn. Hörkufjör og stuð. Valdi og Toni (vinir Gunnars) voru að halda upp á 25 ára afmælið sitt og héldu því svaka partý. Mikið drukkið, spjallað og sungið. Jamm það var sungið. Toni var með söngbækur fyrir alla og síðan var bara hópsöngur. Gaui kórstrákur var forsöngvari ásamt Frikka en Valdi var líka góður í ein, tvæ, dræ, pólitæ!! Hí hí. Það var líka talað um barneignir! Tvær af stelpunum eiga börn, svo að þetta er vinsælt umræðuefni... Samt gaman að heyra allskyns sögur af þeim. Sem sagt hörku fjör í partýi. Klukkan hálf 3 var svo stefnan tekin í bæinn, en mér fannst það vera svona full seint svo að ég ákvað að við Gunnar skyldum fara heim þá. Ég ákvað líka að við skyldum LABBA heim. Gáfaða ég... Ganga tók næstum því klukkutíma; úr Skipasundi í Álftamýrina. Þegar heim var komið var Jóna komin með stærstu blöðrur sem um getur (þær lifa enn góðu lífi). Það er svona að ætla að labba heim úr partýi í háhæluðum skóm.
mánudagur, september 15, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli