fimmtudagur, september 11, 2003
Fór í Body step í gær. Body step er skemmtilegt. Sóla var veik svo að áður en tíminn byrjaði var ég að velta því fyrir mér hver myndi kenna. Vonandi ekki einhver leiðinlegur!! En viti menn, hún Vala var að kenna. Vala sem var að kenna kickbox fyrir rúmu ári síðan. Jibby. Fékk hörku pallatíma með styrkjandi æfingum. Rosa gaman. Ég er að hugsa um að mæta í tíma hjá Völu í kvöld og athuga hvort hún kemur ekki með einhvern hörku tíma. Stuð stuð. Allir mæta, MRL klukkan 18,25 í Baðhúsinu. Gaman í gymminu :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli