Var að lesa blogg hjá stelpu um daginn sem ég veit ekkert hver er. Textinn var eitthvað á þessa leið "vá maður bara kominn þriðjudagur og ég hef ekkert bloggað geðveikt lengi". Hversu oft hef ég skrifað þetta, ég hef ekki bloggað geðveikt lengi??? Held að þetta sé örugglega það algengasta sem íslenskir bloggarar setja frá sér. Ég meina það, af hverju erum við alltaf að afsaka okkur yfir því að blogga ekki? Ég bara spyr. Bloggið er svona staður þar sem maður skrifar niður eitthvað sem enginn hefur áhuga á að heyra (held ég), eða bara eitthvað bull. Eins og Hulda María sagði þá lenda hlutirnir sem raunverulega skipta máli yfirleitt ekki hérna á blogginu, bloggið er bara blaður, hlutur til að fá viðbrögð og skella inn smá tvíræðni og slúðri.
Hættið að afsaka ykkur yfir að blogga ekki :)
fimmtudagur, september 25, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli