föstudagur, september 19, 2003

Aðalfundur hjá Homo í gær. Það ótrúlega gerðist að ég keypti mér bjór. Meira að segja tvö bjóra. Hvað er eiginlega að gerast með þennan heim, ég veit það eiginlega ekki!! En það var allaveganna gaman hjá mér í gær. Skemmtilegt að hitta mannfræðinema. Vorum á Dillon. Subbustaður en samt ágætt, því að það voru bara við mannfærðinemarnir á efri hæðinni. Enduðum á að tala um teiknimyndir frá því að við vorum lítil, svka stuð, old memories rokka alltaf.
Guðbjört fór til Parísar í morgun svo að hún þurfti víst að fara heim að pakka (skil ekki af hverju), Hulda María hafði ekki áhuga á að koma með mér á bjórkvöld japönskunema (fannst það víst eitthvað leim) og ekki var hægt að treysta á Gunnu að koma að djamma. Æji, ég skil þetta fólk svo sem alveg ágætlega, allir eiga sínar stundir þar sem er bara gott að vera heima :) Bjórkvöld japönskunema var ágætt, rosa gaman nema ég þekkti engan. Ég keypti mér einn bjór til viðbótar svo að þetta ætti eiginlega að flokkast undir heimsmet. Jóna bara búin með 3 bjóra. Vááá maður. Árni var dj svo að ég rabbaði aðeins við hann en hann var upptekinn. Martha mætti ekki fyrr en seint svo að ... Ég hitti samt Helga og komst að því að hann er í japönsku. Hann er bara í tungumálanámskeiðum svo að hann er ekki með mér í tíma. Helgi er fyndinn. Guðríður þýskunemi, sem er líka í mannfærðikenningum 2 var líka þarna. Gaman að spjalla aðeins við hana. Ok ok. Ég þekkti kannski alveg fólk þarna en það voru bara kunningjar mínir. Oh ég er svo erfið !!! Gaman gaman að láta Gunnar sækja mig og koma við á Select, ostapylsa og Curly Wurly. Nammi namm.

Engin ummæli: