mánudagur, september 22, 2003

Einu sinni var lítil laufblað sem hét Laufi. Laufi átti fjöldamörg systkini, meðal annars hana Layfeyju, Lauffa og Lauffý. Mamma hans Laufa var einstæð móðir, hún var birkitré sem stóð ásamst hinum einstæðu birkitrjáamæðrunum í röð birkitrjáa upp við stóra byggingnu. Mömmu hans Laufa þótti samt voðalega vænt um börnin sín, og sérstaklega þótti henni nú vænt um Laufa, vegna þess að hann var fyrsta laufblaða barnið hennar.
Á hverjum degi frá því um vorið hafði Laufi nóg fyrir stafni, hann sveflaði sér í rokinu stanslaust. Daginn út og inn. Hann var líka upptekinn við að búa til súrefni fyrir stóra fólkið í heiminum. Síðan fannst honum líka gaman að láta horfa á sig, hann hélt því neflilega fram að mamma hans væri fallegasta birkitréð í lengjunni af því að það stoppuðu svo margir af stóra fólkinu til að horfa á hann. Laufa fannst lífið vera skemmtilegt og hann naut þess að vera til.
En síðan kom sá dagur þegar mamma hans Laufa var döpur og talaði við börnin sín. Hún sagði þeim að þau hefðu verið dugleg laufblöð sem hefðu sinnt skyldum sínum um sumarið voðalega vel en bráðum kæmi haustið og myndi taka þau. Þegar Laufi heyrði þetta varð hann fyrst svakalega hræddur því hann vildi ekki vera tekinn frá mömmu sinni. Síðan varð hann reiður: Af hverju skyldi einhver vera svona frakkur að taka hann frá mömmu sinni. Að lokum varð hann dapur, hann yrði að skilja við mömmu sína og byrja að lifa eigin sjálfstæðu lífi.
Þegar haustið kom að taka Laufa þá var það sterk vindkviða sem hrifsaði Laufa frá mömmu sinni. Þessi vindkviða var ein af fjöldamörgum vindkviðum sem voru í herliði haustsins. Í herliði haustsins voru fleiri ógnvættir; Stormur, Hrissingur og Allt Blautt voru helstu herforingjarnir og stjóruðu þeir mönnum sínum miskunarlaust.
Þegar vindkviðan hafði feikt Laufa af greininni sinni þá byrjaði Laufa að líða verr og verr. Lífið gufaði upp, honum var þeytt út um allar götur. Laufi var orðinn mjög þreyttur og honum fannst hann vera orðinn gamall, svo að hann dó.

Engin ummæli: