mánudagur, september 29, 2003

Troðoð.is í Body Step áðan. Mætti ferkar snemma og joggaði inn um leið og salurinn opnaði. Fékk pall og fékk nokkuð ágætan stað. Ég er nú alveg að fá ógeð á þessu fólki sem er alltaf að mæta í Body Step!!!
Turqis Blue band (hún heitir víst Steinunn) var að kenna ásamt henni Unni Ofurkennara. Hommalegi strákurinn hafði greinilega verið í tímanum á undan því að þegar ég kom inn þá var hann búin að stilla sér upp beint fyrir framan kenarana og setja sitthvorn pallinn við hliðina á sér fyrir hina hommavini sína. (Þið haldið kannski að ég sé með einhverja hommafóbíu en mér þykir bara athygglissjúkt fólk svo agalega leiðinlegt. Aðalgaurinn var með der og leit út eins og Justin Timberlake. Þeir eru svo athygglissjúkir að þeir ættu að fara í Idol eða eitthvað álíka. Jakk). Stelpan sem er alltaf með gulan orkudrykk fékk ekki pall, samt var hún búin að taka sér stöðu næstum alveg fremst. Fyndið að sjá fólk í pallatíma með engan pall. Gott hjá þeim.
Það var heitara en allt sem getur talist vera heitt og sveittara en allt sem er sveitt, þetta var rosalegt. En það var líka gott að fá ávexti í lok tímans. Nammi namm. Fékk mér mangó, rosalega langt síðan ég hef fengið mér mangó.
Nýja prógrammið er skemmtilegt, allir mæta á miðvikudaginn, rosa stuð. Helst að mæta svo um fjögurleitið til að vera viss um að fá pall, he he.

Engin ummæli: