sunnudagur, nóvember 30, 2003

Jólahlaðborð í Perlunni í gær. ÓGEÐSLEGA GOTT. Borðaði samt soldið mikið en það var kannski bara allt í lagi svona einu sinni. Hreindýrið var rosalega gott, mæli með því. Ég sleppti samt eftirréttinum af því að ég var búin að borða svo mikið, mér fannst þetta vera rosalega góður matur.
Ætlaði í Body Step á föstudaginn. Þegar tíminn átti að byrja þá kom það í ljós að Olga með risa brjóstin átti að vera með tíman. Hún ætlaði að kenna Body Combat. Ég hélt nú ekki að ég ætlaði að nenna því svo að ég fór bara á hlaupabrettið. Frekar lélegur árangur þar en ég gerði þó allaveganna eitthvað.
Við Gunnar fórum aðeins í Smáralind í gær og síðan líka eitthvað að vesenast í búðum í dag. ÓGEÐSLEGA MIKIÐ af fólki. Ég er að tala um að þegar við komum í Ikea klukkan eitt þá var allt bílastæðið í Holtagörðum fullt. Geðveiki.is Þá var bara einn klukkutími síðan hafði opnað. Ég hélt nú reyndar að þeir opnuðu ekki fyrr en eitt en þeir opna víst klukkan 12. Maður verður hálf dasaður eftir svona átök, allt þetta fólk getur tekið á taugarnar.

Jæja, þá er best að fara að byrja aftur í ritgerðarvinnu.

Engin ummæli: