þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Hávaði í Odda

Ógeðslega mikil læti í Odda. Af hverju þarf fólk að tala svona hátt og vera með svona mikil læti? Ég er bara engan vegin að fíla þetta. Fyrir framan mig voru tvær stelpur að lesa upphátt þjóðsögur. Skýrt og skilmerkilega. Fyrir aftan mig sitja fimm stelpur og skríkja. Þær eru að gera markaðsfræði og eru að tala um að hittast í tímanum á morgun og skiptast á bókum. Í kaffistofunni á hæðinni fyrir neðan er ein kona sem rekur upp hláturskelli af og til. Afskaplega hátt. Agnes Agnes, einhver kallar af hæðinni fyrir neðan til að ná sambandi við einhvern á hæðinni minni. Sms flæða yfir salinn, síminn hringir, halló. Var að skipta um dekk í morgun, ekki búið að skafa í Hafnarfirði og þurtfti að keyra á 40.
Komm on people, hættið þessum látum.
Held ég verði að finna mér einhverjar betri lausnir fyrir próflestur heldur en að vera í Odda. Þetta er ekki alveg að gera sig.

Engin ummæli: