Lagði bílnum, sá fólk byrja að flýta sér inn. Fann að eitthvað lá í loftinu. Þegar ég kom inn hélt geðveikin áfram, fólk hreyfði sig furðulega, svona eins og það væri að flýta sér en samt að reyna að láta líta út fyrir að það væri ekki að flýta sér. Fór að ná mér í vatn, biðröð. Rölti síðan inn í sal. Þegar ég nálgaðist staðinn sá ég hrúgu af fólki. 20 - 30 manns voru að bíða fyrir utan salinn, VÁÁÁÁÁ. Hitti Villi, hann sagði að það væri mikið af fólki núna. Hvað er að fólki, það er kominn miður nóvember, þið eiginð öll að vera hætt í leikfiminni, hættið að mæta. Það er allaveganna augljóst að Sporthúsið kom ekki á röngum tíma inn í líkamsræktarflóru landssins. Hommarnir eru farnir að fjölga sér, 2-3 sem ég hafði ekki séð áður. Einn af þeim var grannur, með dökkt hár, hann var MEIKAÐUR, MEÐ RAUÐAR VARIR OG MEÐ RAUÐAN AUGNSKUGGA. Annað hvort er hann eðalhommi eða þá að hann er með einhvern sjaldgjæfan sjúkdóm... Fékk pall (jei, heppin ég) en þurfti að vera næstum aftast. Sökkí, sökkí. En það var kannski bara allt í lagi vegna þess að þetta var MJÖG erfiður tími. Tímarnir hjá Unni eru MIKLU erfiðari en tímarnir hennar Sólu greyið. Þegar 10 mín voru búnar af tímanum hélt ég að ég myndi deyja. Vatn vatn stoppa stoppa hljóp í gegnum hugan. 2 lög í röð án þess að stoppa og ég hugsaði, OK halda þetta lag út og fá mér svo vatn. En nei 3 lagið byrjaði án þess að stoppa neitt. Oh men. Hélt það samt út og drakk eftir 3 lag. Vatn er gott, nammi namm. Ákvað að ég skyldi hada út með pallinn óbreyttan allan tíman, jei ég gat það. Mér var samt brugðið þegar ég leit í spegilin og sá að ég var eins og tómatur í framan, ELDRAUÐ. Dans dans dans. Unnur tók smá danssyrpu með okkur, geðveikt. Mér finnst Unnur vera geðveikur kennari, fíla hana í botn. Hún fær líka stóran + fyrir að gera allt prógramið, bara lög úr nýja prógarminu (nema þegar skemmtilega stopp lagið kemur).
Sem sagt GEÐVEIKUR tími í Body Step hjá Unni. Mæli með því að allir mæti. Allir verða að prófa, sérstaklega Bíbí og Ólöf, Hilda veit hvað ég á við með að þetta séu geðveikir tímar :)
mánudagur, nóvember 10, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli