sunnudagur, nóvember 23, 2003

Nammi namm. Blóðappelsínuskyrið mitt er gott. EN samt er það eitthvað skrýtið, svolítið þykkt en samt þunnt. Fönkí.is Ég er líka búin að borða kókapuffs í dag og kex með túnfisksallati. Nammi. Núna sit ég bara fyrir framan tölvuna og reyna að skrifa eitthvað fyrir Tolkien ritgerðina mína. Eina vandamálið er bara að hugmyndirnar eru ennþá sofandi í kollinum, þó svo að klukkan sé orðin hálf eitt. Ritgerðin er samt orðin 1905 orð svo að ég á bara eftir að skrifa 595 orð og þá er þetta komið. Finnst samt eins og ég sé ekki búin að skrifa neitt af viti, enda er ég bara búin með 1905 orð. Hversu miklu getur maður komið frá sér á 1905 orðum?

Engin ummæli: