mánudagur, júlí 14, 2003
Kónguló
Kónguló, kónguló, vísaðu mér í berjamó. (Og hættu að gera vefi í gluggan minn). Kóngulóin vinur minn er hætt að eiga heima í herbergisglugganum hans Gunnars, núna á hún heima á kóngulóarhimnum! Hún var rekinn úr glugganum vegna vanskila á leigugreiðslum, he he. Nei djók. Hún var rekin úr glugganum vegna þess að hún var orðin obboslega stór. Og þar að auki hafði hún boðið vinkonusinni að flytja inn á glugganum, sem sagt inni í herbergið! Oj bara. Þær stöllur fengu sem sagt að fara! Bless bless. Við vilju bara eiga heima í þessu herbergi og þeir einu sem fá að deila því eru Rubbi Risaeðla (dáinn), Jóna Mús og Gunnar Græni og síðan er Nabbi Narfason stundum heima! Við viljum ekki að hlussukóngulær eigi heim í herberginu okkar!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli