mánudagur, júlí 07, 2003

Helgin

Helgin var frábær. Mér fannst það allaveganna! Gunnar og ég fórum í útilegu í Þjórsárdal. Í upphafi var planið að fara í hádeginu á laugardal og gista í Árnesi og fara með Tígrum og frúm. Á föstudeginum byrjaði planið að breytast. Okkur Gunnari langaði að leggja af stað á föstudeginum af því að það var rosalega gott veður. Eftir rosalegt búðaráp á föstudeginum lögðum við af stað í austurátt. Síðar komumst við að því að ferðaplani Tígranna hafði verið breytt og þeir voru að fara á Færeyska daga í Ólafsvík. Gaman gaman.
Allaveganna, þá ákváðum við Gunnar að gista í Þjórsárdal. Tjaldið var ekki komið upp fyrr en um miðnætti (veit ekki alveg af hverju) og við Gunnar eyddum afganginum af deginum í að drekka bjór, mmm.
Laugardagurinn fór í að skoða ýmsa merka staði: Þjóðveldisbæinn, Hjálp, Búrefellsvirkjun og Hrauneyjafosvirkjun. Við vorum næstum komin upp á Hálendið á honum Timmy litla. Duglegur Timmy. Við fórum líka í sund þennan daginn, leiðin þangað einkenndist af þvottabrettum!! ooooo!! Klukkan sjö birjaði að rigna... Við grilluðumum samt! Fengum rigningaleginn lambaframpart, nammi namm.
Á hádegi á sunnudag var ennþá rigning! En við létum það ekki á okkur hafa, skoðuðum Stöng og fórum síðan heim.
Sem sagt mögnuð helgi. Gaman gaman. Mér finnst gaman í útilegu.

Engin ummæli: