miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Bráðum koma vinir mínir heim frá útlöndum. Þá verður gaman. Bryndís og Haukur eru búin að vera í burtu í 3 mánuði og Hilda og Villi eru búin að vera í 2 mánuði. Heppin þau. Síðan er líka bráðum skólinn að fara að byrja aftur. Það verður líka gaman, ég er neflilega að fara á síðasta árið mitt og síðan ætla ég að útskrifast í júní á næsta ári. Jibbý, til hamingju ég (þ.e. ef mér tekst að klára ritgerðina sem ég er ekki byrjuð á).
Það var þoka í morgun en núna er komin sól. Það er eins gott því að ég klæddi mig í pils í gær með það í huganum að það yrði gott veður í dag. Sól sól skín á mig, þoka þoka burt með þig...

Engin ummæli: