föstudagur, október 31, 2003

Sökkí sökkí dagur. Byrjaði ágætlega, skellti mér í gymmið og ákvað síðan að ná í tölvuna hans Gunnars. Fór síðan á Bókhlöðuna og var að læra það. Þá byrjaði ástandið að versna. Gunnar vildi að ég sendi sér myndir úr tölvunni hans, ok, netið í tölvunni hans virkaði ekki, arg. Þegar það virkaði ekki þá ákvað ég að senda myndirnar til Gunnars heima hjá mér.
Ég ætlaði að fara og leigja mér klámmynd, en þá var Laugarásvideo búið að breytast í einhverja grillbúllu! Auðvitað áttu þeir ekki neitt klám, en bentu mér á hvað hin raunverulega Laugarásvideoleiga er stödd núna. Keyrði þangað, en nei, þeir opna ekki fyrr en klukkan 3. Þar sem klukkan var ekki nema korter yfir 2 þá skellti ég mér í Ikea og Ríkið. Fór aftur í Laugarásvideo, og þá sagðist kallinn ekki vera með svona spólur lengur. Hann benti mér að fara á Grensásvideo. Ok, klukkan er orðin of margt, nenni þessu ekki lengur, fresta kláminu þangað til á morgun.
Þegar ég kom heim (loksins) þá þurfti ég að dröslast upp á 4 hæð með: Skólatösku, leikfimitösku, tölvutösku, venjulega tösku og poka fullan af bókum. Þar að auki hélt ég á bíllyklum og mínum eigin lyklum. Hver hæutur var um 10 kíló að þyng sem gerir þetta að 100 kílóa burði. Af hverju var ég að fara að lyfta í morgun?
En þetta er svo sem ekkert hræðilegt, því að ég fékk glæsilegt grillsett í gær. Svo er ég líka að fara að fá pizzu á eftir.

Engin ummæli: