fimmtudagur, október 09, 2003
Djamm á síðasta föstudag. Byrjaði á að fara í Body Step með Hildu. Síðan dressaði maður sig upp, síðbuxur og sokkabuxur, vegna þess að leiðin lá niður í skeifu (fyrir framan Háskólann). Þar voru þýskunemar að halda oktoberfest. Voða kalt úti en voða heitt inni. Bjór og þýsk skot teiguð. Við Hilda hittum Bryndísi og hún var full, MJÖG FULL. Hlupum í bæinn og fórum á Pravda. Plebbastaður með skemmtilegum klósettsamræðum. Hlaupið á Nellys en þar var bara tilboð á bjór. Hlaupið á Felix og ódýrt áfengi teigað. Gaukur á Stöng var fáliðaður og Gunnar kom og sótti okkur. Við Hilda fengum okkur lúr á leiðinni úr Mosó, zzz.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli