Við Gunnar keyptum okkur DVD spilara í gær, var á tilboði 8995. Frábært. Síðan þegar við komum heim byrjuðum við að tengja spilarann við sjónvarpið og kíktum á nokkrar venjulegar myndir. Síðan fórum við að athuga með skrifaðar myndir. Fyrst super VCD, það kom mynd á skjáinn en ekkert hljóð (það var samt allt í lagi af því að spilarinn átti ekki að geta spilað super VCD). Síðam settum við venjulega VCD diska í spilarann, sumir virkuðu, en síðasti diskurinn sem við settum í festist í spilaranum og við náðum honum ekki út!! WHAT?? Við vorum að kaupa spilarann og hann er strax bilaður!! Ömó!!! Ljósapera og skápur!!! Við brunuðum því niður eftir í morgun og það fyrsta sem gaurinn gerði var að stinga spilaranum í samband og taka diskinn út! Týpískt, hann hefur örugglega haldið að við Gunnar værum orðin eitthvað fötluð í hausnum... Eníveis þá fengum við nýjan spilara sem við erum að fara að prófa í kvöld. Tjilla sig samt á skapinu í fyrsta spilaranum, ef hann vill ekki ákveðna tegund af diskum, þá gleypir hann þá og neitar að opna munninn, en þegar við förum með hann til læknis þá er hann hlýðinn eins og lamb. Hann vissi örugglega að ef hann væri með stæla þá myndi læknirinn skrúfa hann í sundur...
Hvað um það, vonandi virkar nýji spilarinn, annars fær einhver að kenna á því!
miðvikudagur, apríl 23, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli