þriðjudagur, apríl 15, 2003

Ég var að borða pasta, það var gott. Á eftir ætla ég svo að fara í Body Combat með Ólöfu. Það verður vonandi gaman. Sæunn á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið Sæa. Ég fór að djamma á laugardaginn. Ýrr bauð mér og Huldu og Kristínu heim til sín og við drukkum áfengi. Ég var búin að fara í R'ikið og kaupa fyrir okkur og ég gat keypt fullt. Ég smakkaði Lemonello og það var gott, allagveganna ágætt, svolítið sætt.

Lemonello
Gin
Hreinn sítrónusafi
Smá Appelsíusafi

Öllu þessu hrist saman með klökum og glasið síðan fyllt með Sprite: Nammi nammi

Síðan fórum við á Hverfis og hittum Kamillu og Ólöfu. Þar var dansað (og dreukkið meira, 3 tequila... þarf að segja meir?)
Það var rigning þegar ég fór heim, en Hulda María var svo indæl að gefa mér far heim: Takk takk. Ég fékk mér samloku með kjúllaskinku, osti og pizzakriddi þegar ég kom heim. MMM.
Samlokan tryggði þó ekki að ég væri ekki þunn á sunnudaginn. Ó nei. Hausverkur dauðans og magaverkur. Oj bara. Ég dreif mig samt í sund með Ólöfu en hins vegar meikaði ég ekki að fara í bíó um kvöldið vegna almenns slappleika! Vá hvað ég hlít að hafa verið ónýt og migluð eitthvað.

Engin ummæli: