þriðjudagur, apríl 29, 2003
Jæja. Þá er próf á morgun. Jibbý jei. Loksins fer þetta að byrja. Ég er neflilega ekki búin að fara í neitt próf svo að ég er bara að rembast við að læra... Sumarið er komið, eða allaveganna virðist það vera komið ef maður horfir út um gluggan og er inni að læra! Samt er búið að spá kuldakasti í vikunni, ég vona að það komi ekki! Kuldi er leiðinlegur. Þegar ég verð stór þá ætla ég að eiga heima á stað þar sem er alltaf hlýtt. Það er neflilega svo gott að vera í hita... mmm... Þá þarf maður ekki að vera í dúúlpu þegar maður hleypur út í búð, eins og gerist oft á Íslandi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli