mánudagur, mars 24, 2003

Helgin var nú bara hreint út sagt frábær!
Á föstudaginn borðuðum við Gunnar góðan mat (grænmeti og kjúlla í kína-sósu) og síðan horfðum við á video. Við horfðum á Star Wars 2: Attak of the Clones. Síðan horfði ég á eina mynd í viðbót en Gunnar var svo þreyttur að hann fór að sofa. Það er svo gott að skríða upp í heitt rúmið. Takk Gunnar fyrir að vera hitapokinn minn.
Á laugardaginn var ég svo að læra helling, og svo bjó ég til eggjakökupizzu. Það var gott, mmm. Um kvöldið var tequilað teigað, nema að ég horfði á! Maður tekur eftir því hvað hræðilegur svipur er á fólki þegar það er að taka tequila! Það er að eins hægt að sjá það þegar maður er edrú að fylgjast með :) Sem sagt, Hilda, Kamilla og Ólöf stútuðu heilli flösku einar. Ég kalla það nú nokkuð góðan árangur! Bíbí var hákf veik þannig að hún lét sér nægja 1,5 staup og lét síðan Hauk sækja sig þegar við hinar fórum í bæinn. Hvervis virkaði nú bara næstum því alveg. Fyrst voru hörku RogB lög en síðan komu öðruvísi skemmtileg lög með nokkrum leiðinlegum lögum inn á milli! Við dönsuðum mikið og síðan varð ég félagspúki og bað um að fara á Vegamót. Þar sem klukkan var orðin 2 og allir Íslendingar voru að djamma var sjö k röð á vegamót svo að við prumpuðum á þá og fórum á Kofan hans Tomma. Þar var gaur með vesen og hann var á flókainniskóm. Ég fór í 10-11 og keypti rándýran augnfarðahreinsi. Iss piss hvað 10-11 er dýrt!
Sunnudagurinn var snilldarlegur líka. Fór í Smáralind og keypti 2 boli. Júlía er svolið undarleg stelpa! Ég fékk steik, kartöflur, sallat, sósu og kók í kvöldmat. Rauðvínsleginn lambaframpartur er snilldarlegt kjöt. Ég dýrka me me, allaveganna þegar þær eru á disknum mínum! Ég borðaði meira. Kökuklúbbur hjá Bryndísi. Ég kom með míní túnfisk samlokur og skinku aspasrúllur, mmm. Kamilla kom með brúnkur og Bíbí bauð upp á ís. Svanborg og Ólöf komu með gos til að renna niður öllum herlegheitunum. Sweet Home Alabama er krúttleg mynd en ég verd samt að viðurkenna að hún hefði átt að enda pínulítið öðruvísi :( EN hún var samt sæt!
Bless

Engin ummæli: